dcsimg

Hneflur ( Islandês )

fornecido por wikipedia IS

Hneflur eða Hnefasveppir (fræðiheiti: Russula) er stór ættkvísl hattsveppa sem telur um 750 tegundir um allan heim. Hneflur eru venjulega algengar, fremur stórar og í björtum litum, sem gerir þær að einni auðþekkjanlegustu ættkvíslinni meðal sveppafræðinga og sveppasafnara. Einkenni hnefla eru hvítt til gulbrúnt gróprent, brothættar lausstafa fanir og engar leifar af himnu á stafnum. Glætingar eru skyld ættkvísl og hafa svipaða eiginleika, en gefa frá sér mjólkurlitan vökva þegar fanirnar eru brotnar. Hold þessara sveppa er einkennandi stökkt og brotnar líkt og epli.

Þótt fremur auðvelt sé að greina hvort sveppur tilheyri þessari ættkvísl eða ekki, þá getur verið mjög erfitt að greina milli tegunda hnefla. Flestar hneflur eru ætar, en sumar eru óætar og nokkrar eitraðar.

Tegundir

Listi yfir nokkrar tegundir sem hafa íslensk nöfn:

licença
cc-by-sa-3.0
direitos autorais
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visite a fonte
site do parceiro
wikipedia IS

Hneflur: Brief Summary ( Islandês )

fornecido por wikipedia IS

Hneflur eða Hnefasveppir (fræðiheiti: Russula) er stór ættkvísl hattsveppa sem telur um 750 tegundir um allan heim. Hneflur eru venjulega algengar, fremur stórar og í björtum litum, sem gerir þær að einni auðþekkjanlegustu ættkvíslinni meðal sveppafræðinga og sveppasafnara. Einkenni hnefla eru hvítt til gulbrúnt gróprent, brothættar lausstafa fanir og engar leifar af himnu á stafnum. Glætingar eru skyld ættkvísl og hafa svipaða eiginleika, en gefa frá sér mjólkurlitan vökva þegar fanirnar eru brotnar. Hold þessara sveppa er einkennandi stökkt og brotnar líkt og epli.

Þótt fremur auðvelt sé að greina hvort sveppur tilheyri þessari ættkvísl eða ekki, þá getur verið mjög erfitt að greina milli tegunda hnefla. Flestar hneflur eru ætar, en sumar eru óætar og nokkrar eitraðar.

licença
cc-by-sa-3.0
direitos autorais
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visite a fonte
site do parceiro
wikipedia IS