dcsimg

Þarmagerlar ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Þarmagerlar (latína Enterobacteriaceae) er fremur stór ætt baktería sem inniheldur meðal annarra sýkla á borð við Salmonella enterica og Escherichia coli. Ættin er sú eina innan ættbálksins Enterobacteriales, en hann hefur raunar ekki enn öðlast formlega flokkunarfræðilega stöðu.[1]

Helstu einkenni

Þarmagerlar eru staflaga bakteríur, gjarnan 1-5 μm að lengd. Líkt og allir próteógerlar eru þeir Gram-neikvæðir. Þeir eru valfrjálst loftsæknir og gerja sykrur með myndun mjólkursýru við loftfirrðar aðstæður. Flestar tegundir eru kvikar.

Heimildir

  1. 1,0 1,1 Euzéby, J. P. „List of Prokaryotic Names with Standing in Nomenclature“. Sótt 13. júní 2009.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Þarmagerlar: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Þarmagerlar (latína Enterobacteriaceae) er fremur stór ætt baktería sem inniheldur meðal annarra sýkla á borð við Salmonella enterica og Escherichia coli. Ættin er sú eina innan ættbálksins Enterobacteriales, en hann hefur raunar ekki enn öðlast formlega flokkunarfræðilega stöðu.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS