dcsimg

Froskdýr ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Froskdýr (fræðiheiti: Amphibia) eru flokkur seildýra sem inniheldur allar tegundir ferfætlinga sem ekki eru líknarbelgsdýr. Þau skiptast í þrjá ættbálka, ormakörtur, salamöndrur og froska. Í þróunarstiganum eru þau mitt á milli fiska og skriðdýra og voru fyrstu hryggdýr á landi fyrir um það bil 370 miljónum ára.

Froskdýr lifa um allan heim nema á köldustu svæðum, eru með misheitt blóð og kirtlaríka húð sem hefur hvorki hár, hreisturfjaðrir. Þau anda bæði með húð og lungum og lifa mest á skordýrum, sniglum og ormum. Þau gjóta eggjum sínum oftast í vatni og festa þau í klasa eða lengjur við vatnaplöntur. Lirfurnar nefnast halakörtur og anda með tálknum.

 src=
Nokkrar tegundir froskdýra.

Fullorðin dýr lifa lengstum bæði á landi og í vatni, en hafa ekki aðlagast fullkomlega lífi á þurru landi eingöngu líkt og flestir aðrir ferfætlingar. Um 5.700 tegundir froskdýra eru til. Skriðdýrafræði er sú vísindagrein sem fæst við rannsóknir bæði á froskdýrum og skriðdýrum.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS